Ég hef alltaf elskað tacó mjög mikið. Rosalega fljótlegt og létt að koma inn
með próteinríkt magn af baunum í matinn.
með próteinríkt magn af baunum í matinn.
Uppskriftin er fyrir sirka 4 manns. Það er auðvitað alltaf hægt að setja meira af einhverju og bæta og sleppa eftir vild af grænmetinu. Ásamt því er alveg hægt að bæta við fleiri tegundum af baunum. Fylling:
Annað í réttin:
Fylling: Ég byrja á því að skera sætu kartöfluna í litla kubba, set olíu yfir, oregano og salt og pipar. Síðan set ég það á plötu inn í ofn á 180 gráður blástur í 10-25 mínútur eða þangað til að þær eru orðnar hæfilega mjúkar í gegn. Á meðan preppa ég restina í fyllinguna. Ég sker allt grænmetið í smáa bita og steiki á pönnu. Þegar kúrbíturinn, paprikan, rauðlaukurinn og hvítlauksgerinn eru orðin brúngyllt bæti ég við maís og kjúklingabaununum. Ég leyfi þessu öllu að malla saman á lágum hita. Baunirnar þurfa ekki jafn mikinn tíma á pönnunni og grænmetið. Ég bæti síðan við sætu kartöflu bitunum þegar að þeir eru tilbúnir. Þegar þetta allt er komið á pönnuna bæti ég við salsasósunni hægt og rólega við fyllinguna á pönnunni og blanda þessu vel saman. Ég krydda þetta með salti og pipar. Hægt er að setja fleiri krydd. Og þá er fyllingin tilbúin, hún er lang best þegar að hún fær að malla saman í sirka 5-10 mínútur á pönnunni á mjög lágum hita. Klettakálið: Með fyllingunni er alveg must að vera með klettakál. Ég kreisti sítrónu yfir það, smá salt og set dass af ólífuolíu. Blanda þessu saman. Sýrði rjóminn: Það er alveg rosalega gott að saxa ferska steinselju og setja ofan í sýrða oatly rjómann fyrir auka gott bragð. Þegar að allt þetta er tilbúið er bara um að gera að byrja raða ofan í taco skeljarnar. Njótið! |
© 2020 Vegan hjá Láru | laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.