Uppskrift fyrir ca 2-3 manns.
Sveppasósa - innihald:
Ég byrja á því að skera sveppina í bita og saxa laukinn frekar smátt. Steikja það í potti sem smá olíu og sojasósu. Ég leyfi því að steikjast og malla í nokkrar mínútur og þá blanda ég matreiðslurjómanum saman við. Því næst saxa ég sveppateningana mjög smátt og bæti við. Það tekur tíma fyrir sveppateningana að leysast alveg upp og blandast við. Ég byrja á að hræra og bæti dass af rauðvíni við ásamt smá pipar. Ég leyfi þessu að malla á lágum hita í um 10-15 mínútur saman og hræri reglulega. Svo byrja ég að smakka til, stundum vantar bara aðeins meira af rauðvíni, pipar eða sojasósu fyrir sterkara bragð og gefa því tíma. Það má líka bæta við 1/4 bút aukalega af sveppakrafti ef ykkur finnst sósan ekki með nægt bragð en ég myndi alls ekki setja meira en það aukalega af krafti. Ég myndi forðast það að setja salt í sósuna. Það má alltaf bæta við sósulit, hann er oftast vegan. En mér finnst liturinn á þessari sósu koma samt sem áður frekar vel út. |
Til að þykkja sósuna (ég nota glúteinlaust hveiti):
Blanda 1-2 msk af hveiti saman við smá vatn og hræra vel saman í skál. Hella í mjórri bunu út í sósuna á meðan hún er hrærð.
Hægt að endurtaka en myndi gefa þessu tíma. Það tekur smá tíma fyrir sósuna að þykkjast. Láta malla í smá tíma í pottinum á lágum hita og borið síðan fram.
Njótið!
- 1-2 msk hveiti (gf)
- Smá vatn á móti
Blanda 1-2 msk af hveiti saman við smá vatn og hræra vel saman í skál. Hella í mjórri bunu út í sósuna á meðan hún er hrærð.
Hægt að endurtaka en myndi gefa þessu tíma. Það tekur smá tíma fyrir sósuna að þykkjast. Láta malla í smá tíma í pottinum á lágum hita og borið síðan fram.
Njótið!
© 2020 Vegan hjá Láru | laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.