Ég gerði þetta salat í allt sumar, svo gott!
Mæli mikið með fyrir fjölskylduboð, eitthvað fyrir alla.
Mæli mikið með fyrir fjölskylduboð, eitthvað fyrir alla.
Innihald: (fyrir 4 manns)
Aðferð:
Hægt er að toppa salatið með hvaða dressingu sem er en hérna eru dressingar sem að ég gerði fyrir salatið:
Njótið!
- Nóg af salati í grunn - Ég nota Lambhagasalat og Íssalat blandað saman frá Lambhaga, nóg af því!
- 1 rauð paprika
- 2 mandarínur
- 1/2 gúrka
- 6 radísur
- 1/2 rauðlaukur
- 6 döðlur saxaðar
- Smá sítrónusafi
- 3 avocadó
- 2 dósir kjúklingabaunir
- Lófi af graskersfræjum
- Lófi af furuhnetum
- Vatnakarsi (má sleppa)
- Vegan parmesan (má sleppa)
- Salt og pipar
- Góð ólífuolía
- Krydd á kjúklingabaunirnar, ég nota oftast grillkrydd og hvítlauksduft
Aðferð:
- Skola salatið (kálið), skera það niður og setja í botninn á skálinni/fatinu.
- Skera paprikuna, mandarínurnar, gúrkuna, rauðlaukinn og setja í skál.
- Saxa döðlurnar og bæta við í skálina.
- Krydda yfir með salti og pipari ásamt því að setja smá sítrónusafa.
- Blanda grænmetinu vel saman og setja yfir kálið.
- Síðan steiki ég kjúklinabaunirnar á pönnu og krydda vel. (Sleppa ef RAW)
- Set kjúklingabaunirnar yfir salatið.
- Rista furuhneturnar og graskersfræin á pönnu og set yfir salatið. (Sleppa að rista ef RAW)
- Toppa salatið með skornu avocadó, vatnakarsa og vegan parmesan. (Ekki parmesan ef RAW)
Hægt er að toppa salatið með hvaða dressingu sem er en hérna eru dressingar sem að ég gerði fyrir salatið:
Njótið!
© 2020 Vegan hjá Láru | laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.