Þessi er góð með kaffinu á sunnudögum!
Innihald í köku:
Innihald í krem:
Uppskriftin er fyrir tveggja hæða köku. Til að gera einfalda köku þarf bara að helminga hráefnin. |
Aðferð:
Njótið!
- Hita ofninn á 180 gráður blástur.
- Við byrjum á kökunni og setjum hveiti, sykur, kakó, lyftiduft, matarsóda og salt í skál.
- Hræra saman.
- Bæta svo við olíu, eplamauki, vanillusykri og möndlumjólkinni.
- Hræra saman.
- Bæta síðan hægt og rólega volga vatninu við, 1 dl í einu og hræra á milli.
- Hræra saman þar til deigið er kekkjalaust, passa að hræra ekki of mikið.
- Smyrja kökuformin tvö með smjörlíki og setja bökunarpappír yfir.
- Ég nota hringform sem eru 25cm x 25cm.
- Skipta deiginu í formin og setja inn í ofn í ca 30 mínútur.
- Sniðugt að prófa að stinga í kökuna eftir 30 mín og gá hvort að það komi deig upp með pinnanum. Ef það gerist ekki er kakan tilbúin og tekin úr ofninum.
- Á meðan kakan er að kæla sig gerum við kremið.
- Smjörlíkið þarf að vera mjúkt fyrir kremið.
- Hræra saman kakóinu og smjörlíkinu.
- Bæta við 2 dl af flórsykri, möndlumjólkinni og hræra.
- Bæta svo við 3 dl af flórsykri, vanilludropum, vanillusykri og hræra.
- Bræða suðusúkkulaðið yfir vatnsbaði, kæla og bæta við í skálina.
- Hræra öllu vel saman þar til að kremið er kekkjalaust.
- Ég smyr kremið á milli botnanna, ofan á og meðfram hliðunum. Passa að byrja alls ekki að smyrja kreminu á kökuna fyrr en hún er orðin alveg frekar volg/köld annars bráðnar kremið bara.
- Það er hægt að skreya toppinn með hverju sem er, td. berjum, kökuskrauti eða nammi.
Njótið!
© 2020 Vegan hjá Láru | laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.