Ég gerði þessa fyrir afmæli hjá vinkonu minni um daginn og hún sló svo sannarlega í gegn, rosalega bragðgóð!
Þessi uppskrift er fyrir tveggja hæða köku.
Þessi uppskrift er fyrir tveggja hæða köku.
Innihald (kaka):
Innihald (krem):
|
Aðferð (kaka):
- Hita ofninn á 180 gráður blástur.
- Græja 2 hringlaga form, smyrja þau með smjörlíki og klæða með smjörpappír. Ég notaði grunn 20 x 20 cm hringform.
- Byrjum á því að stappa tvo banana og mæla þar til þeir eru 150 gr.
- Setja þá síðan í skál með eplamaukinu, vanilludropunum, möndlusmjörinu og hræra í hrærivél/handþeytara á lágum hraða.
- Síðan er hlynsírópinu, kókospálmasykrinum, lyftiduftinu, matarsódanum og saltinu bætt við og hrært vel saman á hærri hraða.
- Þá næst er plöntumjólkinni bætt við og blandað saman.
- Kakóið er síðan sigtað ofan í skálina og blandað saman.
- Síðan er maíssterkjunni bætt við og blandað saman (mikilvægt að sigta).
- Því næst er möndlumjölinu bætt við í nokkrum skrefum, alltaf lítið í einu og blandað við á frekar lágum hraða. Ef deigið er of þykkt má dassa smá af meiri möndlumjólk.
- Hræra allt vel saman þar til deigið er orðið að mestu slétt.
- Setja í bökunarformin og baka í 30-35 mín. Ég nota tannstöngul og sting í miðjuna til að sjá hvort að hún sé tilbúin eftir 30 mín.
- Þegar kakan er komin úr ofninum er mikilvægt að kæla hana vel áður en kremið er sett á.
Aðferð (krem):
- Flórsykurinn, kakóduftið, mjúkt smjörlíkið, vanilludroparnir og helmingurinn plöntumjólkin er sett saman í hrærivél og hrært á lágum hraða.
- Síðan er hinum helmingnum af plöntumjólkinni bætt við.
- Hrært þar til kremið er orðið mjúkt og gott.
- Það má alltaf bæta við meira af flórsykri ef kremið er of blautt eða meira af plöntumjólk ef það er of þurrt.
- Oft set ég meira af kakó til að hafa kremið dekkra á litinn.
- Þegar kakan er orðin alveg köld, þá smyr kremi ofan á einn botninn af kökunni (passa að setja ekki of mikið - það lekur) og set síðan hinn botninn ofan á.
- Smyr síðan kremi líka ofan á efsta botninn og skreyti með berjum. Ég notaði brómber, kirsuber og rifsber.
- Kakan geymist í kæli.
Njótið!
© 2020 Vegan hjá Láru | laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.