Mér finnst svo gott að hafa sósur á pizzu. Hérna er ein spicy hugmynd!
Ég byrja á því að fletja út pizzadeigið og smyrja með pizzasósu. Því næst sker ég rauðlaukinn, sveppina, paprikuna og döðlurnar smátt og set yfir. Ég baka pizzuna þannig í ca 20 mínútur (fer eftir tíma á deiginu).
Ég blanda klettakálinu með smá sítrónusafa og salti. Þegar pizzan er til dreifi ég því yfir og sprauta chillý mæjó/ chipotle sósunni yfir. Smá ólífuolía og salt og pipar on top.
Tips: Fyrir þá sem vilja sterkari pizzu er alltaf hægt að skera ferskan chillý yfir líka.
Njótið!