Þetta var páskamaturinn minn í ár, gæti ekki mælt meira með alveg svakalega gott!
Matur fyrir 2 manns.
Innihald:
1. Byrja á því að taka snitselið úr frysti. 2. Svo set ég kartöflurnar í pott ásamt vatni sem er rétt yfir hæðina á kartöflunum. Sjóða kartöflurnar á háum hita í ca 30-40 mínútur eða þangað til að það sé hægt að stinga í gegnum þær. 3. Á meðan græja ég sveppasósuna en uppskriftina má finna með því að smella hér. Ég leyfi henni svo að malla á lágum hita á meðan ég græja allt annað. 4. Það er líka hægt að græja salatið á meðan kartöflurnar eru að sjóða en ég setti: papriku, rúcola salat, rauðlauk, gúrku og kirsuberja tómata. Toppa með ólífu olíu og smá salt og pipar. 5. Þegar kartöflurnar eru orðnar soðnar er gott að setja þær í sigti og láta renna kalt vatn á þær þangað til að þær kólna niður. 6. Næst skrælum við hýðið af kartöflunum, skerum í tvennt og setjum í skál. 7. Þá byrjuð við á því að gera sykurinn utan um kartöflunnar. |
8. Setjum pott á hellu með 3 dl sykri og 1 msk af smjörlíki á háum hita. Þú hrærir í þessu stanslaust og alls ekki skilja þetta eftir á hellunni. Sykurinn byrjar ekki að bráðna nema í miklum hita og þegar að það byrjar að gera helduru stanslaust áfram að hræra. Tekur alveg um 10-20 mínútur.
9. Þegar sykurmassinn er orðinn fallega ljósbrúnn, byrjaður að búbbla smá og alveg bráðinn (engir sykurkekkir) er mikilvægt að lækka hitann strax í lágan hita.
10. Þá set ég kartöflurnar út í og baða þær í sykrinum. Leyfi þessu að malla á lágum hita en MUNA að hræra alltaf við og við og passa að ekkert festist/brenni við í botninum á pottinum eða uppi á hliðunum. Þegar þetta er búið að malla saman í smá tíma er hægt að færa þetta úr pottinum og yfir í skál eða mót og bera fram.
11. Svona græja ég gulu baunirnar. Ég tek vatnið úr dósinni af gulu baununum og set baunirnar á pönnu með 1 msk af smjörlíki og salt. Leyfi því að malla í smá þangað til að baunirnar eru orðnar heitar og smjörið bráðið, þá eru þær tilbúnar.
12. Þegar allt þetta er tilbúið græja ég snitselið en það tekur mjög stuttan tíma ef það er tekið strax úr frysti og er ekkert frosið.
13. Ég set það á pönnu með olíu, grillkryddi og salt og pipara yfir það á báðum hliðum.
14. Læt það malla á meðalháum hita þangað til að það byrjar að verða gyllt og tilbúið.
15. Ég myndi passa mig með snitselið að vera ekki alltaf að snúa því, þá getur raspið á því farið að falla af. Frekar hafa það dágóðan tíma á báðum hliðum en að skipta oft.
16. Borið fram með rabbabarasultu.
Njótið!
9. Þegar sykurmassinn er orðinn fallega ljósbrúnn, byrjaður að búbbla smá og alveg bráðinn (engir sykurkekkir) er mikilvægt að lækka hitann strax í lágan hita.
10. Þá set ég kartöflurnar út í og baða þær í sykrinum. Leyfi þessu að malla á lágum hita en MUNA að hræra alltaf við og við og passa að ekkert festist/brenni við í botninum á pottinum eða uppi á hliðunum. Þegar þetta er búið að malla saman í smá tíma er hægt að færa þetta úr pottinum og yfir í skál eða mót og bera fram.
11. Svona græja ég gulu baunirnar. Ég tek vatnið úr dósinni af gulu baununum og set baunirnar á pönnu með 1 msk af smjörlíki og salt. Leyfi því að malla í smá þangað til að baunirnar eru orðnar heitar og smjörið bráðið, þá eru þær tilbúnar.
12. Þegar allt þetta er tilbúið græja ég snitselið en það tekur mjög stuttan tíma ef það er tekið strax úr frysti og er ekkert frosið.
13. Ég set það á pönnu með olíu, grillkryddi og salt og pipara yfir það á báðum hliðum.
14. Læt það malla á meðalháum hita þangað til að það byrjar að verða gyllt og tilbúið.
15. Ég myndi passa mig með snitselið að vera ekki alltaf að snúa því, þá getur raspið á því farið að falla af. Frekar hafa það dágóðan tíma á báðum hliðum en að skipta oft.
16. Borið fram með rabbabarasultu.
Njótið!
© 2020 Vegan hjá Láru | laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.