Þessi er nýja uppáhalds kakan mín!
Algjör draumur...
Algjör draumur...
Innihald kaka:
Innihald krem:
|
Aðferð:
Njótið!
- Hita ofninn á 180 gráður blástur
- Byrja á því að græja formin tvö, 20x20 cm hringform. Smyrja smjörlíki í þau og setja bökunarpappír yfir.
- Í stóra skál byrja ég á því að sigta hveitið (mikilvægt).
- Bæti svo við sykrinum, matarsóda og saltinu.
- Hræra saman.
- Sítrónubörkur: Mér fannst best að nota lítið rifjárn til að rífa börkinn af sítrónunni. Setti svo í matskeið til þess að mæla til, ég notaði um 1 og 1/2 sítrónu til þess að rífa utan af.
- Næst blanda ég saman plöntumjólkinni, ólífuolíunni, eplaedikinu, vanillu- og sítrónudropunum og síttrónuberkinum með í skálina og hræri vel saman með sleif í höndunum.
- Hræra þangað til að deigið er kekkjalaust, passa að hræra ekki of mikið (alls ekki í hrærivél).
- Hella deiginu í formin tvö, skipta jafnt á milli og setja formin inn í ofn í 30 mínútur.
- Sítrónusafi: Verður að vera kreistur úr ferskri sítrónu. Ég notaði um 1 og 1/2 sítrónu, hægt að nota sömu og þú notaðir til þess að rífa börkinn af.
- Á meðan græja ég kremið, þá blanda ég saman flórsykrinum, smjörlíkinu (verður að vera mjúkt við stofuhita), sítrónudropunum og sítrónusafanum saman í skál.
- Blanda öllu vel saman með handþeytara, fyrst á lágum hraða og svo má auka hraðann. Hræra þar til að kremið er orðið þykkt og án kekkja.
- Ég prófa að stinga í kökurnar með pinna eftir 30 mínútur ef það kemur ekkert af deiginu með upp af pinnanum er kakan tilbúin annars leyfi ég henni að vera í nokkrar mínútur lengur inni í ofni.
- Þegar kökurnar eru tilbúnar úr ofninum þarf að kæla þær vel áður en kremið er sett á.
- Þegar kökurnar eru orðnar vel volgar/kaldar, set ég krem á milli, ofan á og meðfram.
- Ég skreyti toppinn með rifnum sítrónuberki.
Njótið!
© 2020 Vegan hjá Láru | laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.