Þegar að ég hætti að borða kjöt fannst mér flest allt svokallað "gervikjöt" ekki gott. Mig vantaði hugmynd til að geta verið með í sumargrillinu á pallinum. Hérna er hún! Þessi borgari er btw svo góður og geggjaður með leiknum.
Sætar franskar
Borgarinn
Mér finnst þessar vegan sósur bestar á borgarann:
Hint: ef þið ætlið að gera rauðlauks-sultuna frá grunni er uppskrift hér að neðan en þá myndi ég byrja á því þar sem að það tekur smá tíma. |
Aðferð.
Ég byrja á því að flysja sellerírótina alveg. Síðan sker ég hana í nokkrar þykkar sneiðar. Gott að miða við stærð á buff borgara. Ég set sneiðarnar á plötu inn í ofn og set olíu yfir og salt og pipar. Ég hef ofninn stilltann á 180 gráður blástur og leyfi þeim að malla þar á meðan ég geri hitt sem er með. Það er gott að snúa borgurunum við á svona 5-7 mín fresti til að fá gylltar hliðar báðum megin. Ég hef borgarana í um 20 mínútur inni í ofni (fer eftir ofnum) en þeir eru tilbúnir þegar þeir eru gylltir og hægt að stinga í gegn.
Ef þið viljið fara alveg all in með crispý áferðina mæli ég með því að steikja þá létt á pönnu eftir ferðina í ofninn. Steikja þá smá á hvorri hlið uppúr olíu eða vegan smjöri til að fá þessa crispý áferð. Það er líka rosalega gott að grilla borgarana á grilli.
Ég byrja á því að flysja sellerírótina alveg. Síðan sker ég hana í nokkrar þykkar sneiðar. Gott að miða við stærð á buff borgara. Ég set sneiðarnar á plötu inn í ofn og set olíu yfir og salt og pipar. Ég hef ofninn stilltann á 180 gráður blástur og leyfi þeim að malla þar á meðan ég geri hitt sem er með. Það er gott að snúa borgurunum við á svona 5-7 mín fresti til að fá gylltar hliðar báðum megin. Ég hef borgarana í um 20 mínútur inni í ofni (fer eftir ofnum) en þeir eru tilbúnir þegar þeir eru gylltir og hægt að stinga í gegn.
Ef þið viljið fara alveg all in með crispý áferðina mæli ég með því að steikja þá létt á pönnu eftir ferðina í ofninn. Steikja þá smá á hvorri hlið uppúr olíu eða vegan smjöri til að fá þessa crispý áferð. Það er líka rosalega gott að grilla borgarana á grilli.
Því næst sker ég sætu kartöfluna í þunnar ræmur. Set á plötu, set olíu, oregano og salt yfir. Blanda því vel saman og set með inn í ofn. Það er misjafnt eftir því hvað sætu kartöflurnar eru þunnar og hvað þær þurfa mikinn tíma en ég miða við ca 20 mín eða þangað til þær eru orðnar gylltar. Svo finnst mér persónulega mjög gott að setja smá extra sjávarsalt yfir þegar þær eru tilbúnar úr ofninum.
Því næst sker ég grænmetið. Það er hægt að nota hvaða grænmeti sem er.
Ég rista hamborgarabrauðin í ristavél eða á pönnu.
Svo sker ég sveppina og steiki á pönnu með olíu og strái smá hvítlauksdufti yfir eða nota ferskan smátt saxaðan hvítlauk. Mér finnst sveppir algjört must á borgara og ég steiki þá á pönnunni þangað til að þeir eru orðnir gylltir.
Mér finnst gott að hafa rauðlaukssultu á borgaranum og gerði ég þessa uppskrift frá Sólrúnu Diego en uppskriftin er vegan.
Síðast en ekki síst eru til svo margar ótrúlega góðar sósur á borgarann en ég nefni mínar uppáhalds sósur hér að ofan.
Njótið xx
© 2020 Vegan hjá Láru | laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.