Þetta er uppskriftin sem að ég er mest spurð út í. Skil það bara vel, sjúkelga gott og fljótlegt!
Gjörið þið svo vel!
Gjörið þið svo vel!
Innihald
- 1 stór gulrót
- Þriðjungur af brokkolíhaus
- Hálf askja sveppir
- 1 Hvítlauksrif
- Hálfur rauðlaukur
- Hálf paprika
- Pasta (ég nota glúteinfrítt)
- 2 Vegan matreiðslurjómar (400ml) (ég nota möndlu matreiðslurjómann frá Eco-Mil, fæst í Krónunni)
- 1 sveppakraftur
- Salt og Pipar
- Paprikukrydd
Uppskriftin er fyrir sirka 2 manns. Mér finnst alltaf næs að gera vel af pastu þar sem að það er alveg rosalega gott daginn eftir líka. Svo ég mæli með því að geyma afgangana og borða daginn eftir.
Magnið á grænmetinu skiptir ekki beint höfuð máli en það fer bara allt eftir því hvað þú vilt hafa mikið af hverju á móti pastanu og hvað þú ert að gera fyrir marga. Ég setti viðmið við þessar mælieiningar þarna að ofan en auðvitað er hægt að sirka bara það sem að maður á til í ísskápnum og maður sér strax ef manni finnst of mikið grænmeti eða of mikið pasta. Ég reyni að setja rúmlega meira botnfylli af pasta í meðalstóran pott.
Hint: Það er alltaf hægt að bæta við auka magni af vegan matreiðslurjóma ef þér langar í meiri sósu. Mér finnst 2 fernur (400ml) alltaf vera meira en nóg samt. Ef ég er að elda fyrir mig eina nota ég 1 fernu og minna af grænmeti og pasta sem passar í skammt fyrir einn. Ef þú ert að leitast eftir þykkari sósu er hægt að bæta við ca 1 msk af maísmjöli og hræra stanslaust við sósúna svo það komi ekki kekkir.
Ég byrja á því að setja pasta í pott og sjóða. Síðan sker ég grænmetið og þegar það er tilbúið steiki ég það á pönnu með olíu þangað til að það verður mýkra og gyllt. Þegar gulræturnar, brokkolíið, sveppirnir, hvítlaukurinn, rauðlaukurinn og paprikan eru orðin tilbúin á pönnunni krydda ég með paprikukryddi og set síðan salt og pipar. Það er hægt að krydda pastað með fleiri kryddum ef þið viljið.
Síðan bæti ég pastanu við út á pönnuna og helli vegan matreiðslurjómanum hægt og rólega út á. Ég skeri síðan sveppakraftinn í smáa búta og dreifi yfir. Ég læt síðan malla í pastanu og hræri í því á lágum hita í allaveganna 5 mínútur eða lengur á meðan sveppakrafturinn er að leysast upp. Mikilvægt að smakka til fyrir bragð ef það þarf að krydda meira.
Njótið!
Ég byrja á því að setja pasta í pott og sjóða. Síðan sker ég grænmetið og þegar það er tilbúið steiki ég það á pönnu með olíu þangað til að það verður mýkra og gyllt. Þegar gulræturnar, brokkolíið, sveppirnir, hvítlaukurinn, rauðlaukurinn og paprikan eru orðin tilbúin á pönnunni krydda ég með paprikukryddi og set síðan salt og pipar. Það er hægt að krydda pastað með fleiri kryddum ef þið viljið.
Síðan bæti ég pastanu við út á pönnuna og helli vegan matreiðslurjómanum hægt og rólega út á. Ég skeri síðan sveppakraftinn í smáa búta og dreifi yfir. Ég læt síðan malla í pastanu og hræri í því á lágum hita í allaveganna 5 mínútur eða lengur á meðan sveppakrafturinn er að leysast upp. Mikilvægt að smakka til fyrir bragð ef það þarf að krydda meira.
Njótið!
© 2020 Vegan hjá Láru | laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.