Fljótlegt og gott!
Innihald:
Ég byrja á að sjóða pasta. Svo steiki ég kjúklingabaunirnar á pönnu með olíu og smá salti. Svo sker ég paprikuna, rauðlaukinn, sólþurrkuðu tómatana smátt og blanda saman í skál. Ég saxa spínatið og blanda því saman við. Þegar kjúklingabaunirnar eru orðnar gylltar og tilbúnar bæti ég þeim við ásamt pestóinu. Síðan bæti ég pastanum við og blanda öllu vel saman. Ég sker avocadóið í bita og set með ofan á. Svo dressa ég með smá ólífuolíu og set salt og pipar. Mjög gott í hádeginu, njótið! |
© 2020 Vegan hjá Láru | laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.