Það er draumur að gera sitt eigið páskaegg, velja uppáhalds vegan nammið sitt og gera gúrme vegan súkkulaði egg.
Ég mæli með því að gera þetta með einhverjum, það er skemmtilegra!
Vil samt vara við að þetta er mjög tímafrekt og krefst mikillar þolinmæði en alveg 100% þess virði eftir á.
Ég gerði mitt egg svona!
Ég mæli með því að gera þetta með einhverjum, það er skemmtilegra!
Vil samt vara við að þetta er mjög tímafrekt og krefst mikillar þolinmæði en alveg 100% þess virði eftir á.
Ég gerði mitt egg svona!
Uppskrift fyrir 1 egg.
Innihald:
Hugmyndir að vegan súkkulaði í eggið:
Vegan nammi sem hægt er að setja inn í eggið:
|
Aðferð:
Njótið og gleðilega páska!
- Ég byrjaði á því að bræða 2 súkkulaði plötur yfir vatnsbaði.
- Þegar þær voru alveg bráðnaðar tók ég skálina af pottinum og blandaði hinum tveim plötunum við ofan í skálina og leyfði þeim að bráðna með.
- Þegar súkkulaðið var allt bráðnað byrjar ferlið að því að búa til eggið sjálft.
- Ég gerði báðar hliðarnar á egginu í einu. Ég byrjaði á því að setja dágott magna af súkkulaði í formin. Velta upp í ca 5-7 mínútur alveg upp að börmum í forminu. Þegar ég var búin að því í einu forminu setti ég það ofan á skálina þar sem allt súkkulaðið er og leyfði því að hvolfa þar yfir í góðar 7-10 mínútur. Og svo byrjaði ég að velta um í hinum endanum á meðan. Endurtaka, endurtaka og endurtaka!
- Það er mjög gott að vera á klukkunni og ekki gera þetta hraðar. Þetta er endurtekið þangað til að súkkulaðið er búið í skálinni. Þetta er rosalega tímafrekt og gott að vera með mikla þolinmæði. Þetta skref í ferlinu getur tekið allt upp í góðan klukkutíma.
- Passa að velta vel upp á barmana til að búa til góðan kant, það er betra til þess að líma súkkulaðið saman eftir á.
- MIKILVÆGT að skilja smá súkkulaði eftir í skálinni til að líma eggið saman. Það er alltaf hægt að hita það upp aftur.
- Þegar súkkulaðið er búið að mynda þykkt lag í formin og súkkulaðið búið er hægt að bæta í súkkulaðið því sem að á að vera með í súkkulaðinu í egginu. Mér finnst best að gera þetta alveg í endann en ég prófaði bæði að gera það í miðju ferli og í endanum, og að setja lakkrískurl og fl. í endann virkaði betur fyrir minn smekk.
- Ég mæli með því að raða lakkrískurlinu í súkkulaðið, ekki strá og passa að það séu alls ekki kögglar. Þá er minnsta hættan á því að þetta hafi áhrif á súkkulaðið í forminu. Síðan notaði ég sjávarsalt og mér fannst gott að strá því yfir.
- Svo fara formin í frysti. Ég gáði af þeim eftir klukkutíma fyrst en það getur verið misjafnt eftir eggjum hvenær þau eru tilbúin eftir þykkt og fleira. Gæti alveg tekið upp í 2-3 klst. Þegar eggið fellur sjálfkrafa úr forminu er það tilbúið. Þegar að þið prófið þetta er mikilvægt að vera með þykkt viskastykki undir og hvolfa forminu rólega svo það brotni ekki ef eggið er í þynnra lagi.
- Þegar eggið er tilbúið úr frysti er málshátturinn og nammið sett inn í annan helminginn og byrjað að líma saman.
- Súkkulaðið sem að þú notar til að líma eggið saman þarf að vera eins kalt og það getur en fljótandi annars bræðir það eggið ef það er of heitt.
- Ég notaði pensil til að líma eggin saman en þú gerir það með því að setja súkkulaðið með pensli á milli skeljana á barmana. Sömu aðferð er hægt að nota ef þú brýtur óvart eggið. Þá geturu límt það þannig saman. Bara passa að súkkulaðið sem þú ætlar að líma með sé ALLS ekki of heitt.
- Svo fer eggið aftur inn í frysti íca 30 mín.
- Þegar eggið er alveg tilbúið er hægt að líma nammi framan á það með sömu lím-aðferð eða bræða hvítt súkkulaði og skvetta framan á (passa að það sé alls ekki of heitt). Ásamt því að festa páskaungann á toppinn. Svo myndi ég setja eggið aftur í frysti í smá (ca. 10-15 mín) til að ganga úr skuggum að unginn og skrautið festist vel á.
- Ég gerði ekki fót á mitt egg en það er hægt að gera með því að frysta hringlaga lag af súkkulaði, bæta alltaf á það til hækkunar og líma undir eggið.
- Ég mæli með því að geyma eggið í kæli.
Njótið og gleðilega páska!
© 2020 Vegan hjá Láru | laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.