Ég eldaði þennan rétt í fyrsta skipti sem að ég gerði tófú!
Hann heppnaðist svo vel að mig langaði að deila honum með ykkur!
Hann heppnaðist svo vel að mig langaði að deila honum með ykkur!
Réttur fyrir 2.
Innihald
Marinering:
Ég byrja á því að pressa vökvann úr tófúinu í 35-45 mínútur. Ég tek það úr pakkningunni, sker það í tvennt, vef því inn í tvö viskastykki og set þunga bók ofan á það til að pressa það. Sumir setja skurðabretti bæði undir og ofan á líka, undir bókunum. |
Á meðan tófúið er að pressast byrja ég á því að sjóða núðlurnar í potti. Magnið á núðlunum fer bara eftir smekki en ég mæli með því að setja smá salt í vatnið á meðan þær eru að sjóða fyrir meira bragð.
Svo sker ég grænmetið. Ég sker paprikuna, rauðlaukinn, kúrbítinn, brokkolíið, púrrlaukinn og hvítlauksgeirann og set á pönnu. Dassa yfir olíu, salt og pipra og læt malla þangað til að grænmetið er orðið gyllt, mjúkt og tilbúið.
Svo næst bý ég til marineringuna fyrir tófúið. Ég set hana í stóra skál.
Ég blanda marineringunni saman í skál og hræri saman. Ég dassa af kryddunum. Þegar tófúið er tilbúið úr pressunni sker ég það í teninga og set ofan í skálina með marineringunni. Ég velti því saman og leyfi því að standa í nokkrar mínútur til að leyfa tófúinu að drekka í sig marineringuna. Því næst set ég allt úr skálinni út á pönnu og byrja að steikja tófúið. Ég dassa smá meira af olíu og kryddunum ef mér finnst það vanta. Mér finnst gott að steikja tófúið vel og lengi, hafa það með "burned" hliðar. Góð regla er að smakka til en bitarnir eru tilbúnir þegar þeir verða ágætlega stökkir.
Þegar tófúið er tilbúið blanda ég núðlunum, grænmetinu og tófúinu saman í stóra skál. Blanda því öllu vel saman með dassi af soyja sósu, mango chutney og set smá salt og pipar. Ég fíla að hafa mikið mango chutney en ég mæli með því að smakka bara til.
Það er líka hægt að toppa með sweet chillý sósu,
Tips: Fyrir þá sem vilja meiri crispý feeling utan á tófúið er hægt að bæta við ca 1 dl af maísenamjöli með í marineringunni.
Njótið!
Svo sker ég grænmetið. Ég sker paprikuna, rauðlaukinn, kúrbítinn, brokkolíið, púrrlaukinn og hvítlauksgeirann og set á pönnu. Dassa yfir olíu, salt og pipra og læt malla þangað til að grænmetið er orðið gyllt, mjúkt og tilbúið.
Svo næst bý ég til marineringuna fyrir tófúið. Ég set hana í stóra skál.
Ég blanda marineringunni saman í skál og hræri saman. Ég dassa af kryddunum. Þegar tófúið er tilbúið úr pressunni sker ég það í teninga og set ofan í skálina með marineringunni. Ég velti því saman og leyfi því að standa í nokkrar mínútur til að leyfa tófúinu að drekka í sig marineringuna. Því næst set ég allt úr skálinni út á pönnu og byrja að steikja tófúið. Ég dassa smá meira af olíu og kryddunum ef mér finnst það vanta. Mér finnst gott að steikja tófúið vel og lengi, hafa það með "burned" hliðar. Góð regla er að smakka til en bitarnir eru tilbúnir þegar þeir verða ágætlega stökkir.
Þegar tófúið er tilbúið blanda ég núðlunum, grænmetinu og tófúinu saman í stóra skál. Blanda því öllu vel saman með dassi af soyja sósu, mango chutney og set smá salt og pipar. Ég fíla að hafa mikið mango chutney en ég mæli með því að smakka bara til.
Það er líka hægt að toppa með sweet chillý sósu,
Tips: Fyrir þá sem vilja meiri crispý feeling utan á tófúið er hægt að bæta við ca 1 dl af maísenamjöli með í marineringunni.
Njótið!
© 2020 Vegan hjá Láru | laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.