Í nokkurn tíma er ég búin að vera prófa allskonar leiðir til þess að gera hið fullkomna vegan lasagna og
svo loksins heppnaðist það fullkomlega vel. Mjög svaðsamt og gott, mæli með!
svo loksins heppnaðist það fullkomlega vel. Mjög svaðsamt og gott, mæli með!
Ég nota eldfastmót sem er 24 x 24 á stærð og 6 cm á dýptina.
Innihald:
Hita ofninn á 200 gráður blástur.
Byrja á að skera sveppina og steikja upp úr olíu, soya sósunni og smá salt og pipar.
Síðan saxa laukinn, paprikuna, brokkolíið og hvítlaukinn smátt og bæti við út á pönnuna með sveppunum.
Á meðan set ég hökkuðu tómatana í pott og byrja að hita upp á annari hellu.
Þegar grænmetið á pönnunni er orðið gyllt, mjúkt og tilbúið set ég það ofan í hökkuðu tómatana og læt það malla allt saman í pottinum. Það er sósan í lasagna-inu.
Því næst steiki í hakkið á pönnu. Krydda vel. Tekur um 8-10 mín.
Síðan sker ég fersku tómatana 2 í sneiðar.
Þegar hakkið er tilbúið byrjum við að raða í formið í litlum lögum.
Passa að setja alls ekki of mikið í hvert lag svo það sé til nóg í öll lögin.
Ég raða þessu upp svona:
Tekur 25-30 mínútur að bakast.
Mæli með að stinga í gegn til að gá hvort pastaplötunar séu orðnar mjúkar, þá er það tilbúið.
Þegar lasagnað er tilbúið er gott að borða það með hvítlauksbrauði og strá hard italian style ostinum yfir.
Njótið!
Innihald:
- 5 Sveppir
- 2 msk Soya sósa
- 2 dósir af hökkuðum tómötum með basil (Ég nota frá Gestus, fæst í Krónunni en líka hægt að nota án basil eða krydda með basil eftir á, mér finnst það gera svo gott bragð)
- 1/2 Rauðlaukur
- 2/3 Rauð paprika
- Lófafylli af brokkolí (ca. 1/4 af hausnum)
- 1 Hvítlauksgeiri
- Lasagna pastaplötur (ég nota glúteinfríar frá Jamie Oliver)
- 1/2 Vegan hakkpoki (Ég nota frá Anamma - Hálfur poki eru ca 150 gr - það er glúteinlaust)
- Rifinn vegan mozzarella frá Violife
- 1 dós Oatly rjómaostur
- 2 tómatar
- Salt og pipar
- Krydd fyrir hakkið (ég nota season all og steikar-grillkrydd með hvítlauk frá Prima, fæst t.d. í Krónunni)
- Vegan - Hard Italian Style osturinn frá Grated Sheese er geggjaður ofan á lasagnað (en þarf ekki) - Fæst í Krónunni
- Olía
Hita ofninn á 200 gráður blástur.
Byrja á að skera sveppina og steikja upp úr olíu, soya sósunni og smá salt og pipar.
Síðan saxa laukinn, paprikuna, brokkolíið og hvítlaukinn smátt og bæti við út á pönnuna með sveppunum.
Á meðan set ég hökkuðu tómatana í pott og byrja að hita upp á annari hellu.
Þegar grænmetið á pönnunni er orðið gyllt, mjúkt og tilbúið set ég það ofan í hökkuðu tómatana og læt það malla allt saman í pottinum. Það er sósan í lasagna-inu.
Því næst steiki í hakkið á pönnu. Krydda vel. Tekur um 8-10 mín.
Síðan sker ég fersku tómatana 2 í sneiðar.
Þegar hakkið er tilbúið byrjum við að raða í formið í litlum lögum.
Passa að setja alls ekki of mikið í hvert lag svo það sé til nóg í öll lögin.
Ég raða þessu upp svona:
- Sósa
- Hakk yfir
- Pastaplötur
- Smyrja rjómaosti á plöturnar
- Sósa
- Hakk yfir
- Pastaplötur
- Smyrja rjómaosti á plöturnar
- Restin af sósu
- Restin af hakkinu
- Raða fersku tómatsneiðunum yfir
- Strá yfir vegan mozarella
- Setja smá olíu yfir
- Salt og pipar
Tekur 25-30 mínútur að bakast.
Mæli með að stinga í gegn til að gá hvort pastaplötunar séu orðnar mjúkar, þá er það tilbúið.
Þegar lasagnað er tilbúið er gott að borða það með hvítlauksbrauði og strá hard italian style ostinum yfir.
Njótið!
© 2020 Vegan hjá Láru | laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.