Ég er að reyna meira og meira að borða eins mikið hráfæði og ég get.
Í seinasta mánuði tók ég út allt glútein og þá byrjaði maður að fá allskonar öðruvísi hugmyndir.
Það er hægt að gera þessa uppskrift alveg RAW með því að setja ekki tómatana inn í ofn og með því að sleppa að rista fræin á pönnu.
Þetta var eitt af mínu uppáhalds sem að ég gerði í matinn í seinustu viku, mæli eindregið með því að prófa!
Í seinasta mánuði tók ég út allt glútein og þá byrjaði maður að fá allskonar öðruvísi hugmyndir.
Það er hægt að gera þessa uppskrift alveg RAW með því að setja ekki tómatana inn í ofn og með því að sleppa að rista fræin á pönnu.
Þetta var eitt af mínu uppáhalds sem að ég gerði í matinn í seinustu viku, mæli eindregið með því að prófa!
Uppskriftin er fyrir rúmlega 2-3 manns.
Innihald:
Aðferð:
Njótið!
Innihald:
- Eitt box af litlum tómötum
- 1-2 stk af kúrbít
- Góð ólífuolía
- Hálf sítróna (safi og börkur)
- 1 hvítlauksgeiri
- Lófi af furuhnetum
- Lófi af graskersfræjum
- 1 msk Oregano krydd
- Salt og Pipar
Aðferð:
- Hita ofninn á 180 gráður blástur.
- Byrjað er á því að rífa kúrbítinn niður í ræmur eða lengjur. Ég notaði rifjárnsvél sem að við áttum heima sem gerði ekki beint spagetti en svona litlar ræmur, mér fannst það koma mjög vel út. Hægt að nota flestar svona græjur sem rífa niður grænmeti.
- Ég sker litlu tómatana í tvennt og set í skál með dass af olíu (ca 2-3 msk), oregano og smá af salti og pipari. Blanda vel saman og dreifi þeim á bökunarplötu og inn í ofn. Tómatarnir eru bakaðir í rúmar 15 mínútur og eftir það eru þeir teknir úr og látnir kólna í smá tíma. (Ef þú ert að gera RAW þá sleppir maður að setja tómatana inn í ofn)
- Því næst set ég kúrbítsræmurnar í skál og blanda með dass af sítrónusafa og ólífuolíu, pressuðum hvítlauksgeira og smá raspi af sítrónubörkinum. Blanda vel saman og það er svo best bara að smakka til fyrir bragðið.
- Svo rista ég furuhneturnar og graskersfræin á pönnu með ögn af olíu þar til að þau eru orðin smá brún. (Sleppa að rista fyrir RAW útgáfu)
- Svo set ég kúrbítspastað í skál, toppa með tómötunum og fræjunum.
- Mjög gott að bera fram með hvítlaukspizzu/brauði.
Njótið!
© 2020 Vegan hjá Láru | laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.