Ég man alltaf eftir því þegar að mamma gerði þessa tertu þegar að ég var yngri og mér fannst þetta besta kaka í heimi. Fyrsta tertan sem að mig langaði að veganvæna var að sjálfsögðu hún. Fullkomin fyrir allskonar tilefni, njótið!
Ég byrja á því að hita súkkulaðið og smjörlíkið saman í potti við vægan hita. Þegar það er bráðnað bæti ég sýrópinu við. Síðan bæti ég rice crispys við hægt og rólega. Hræri þessu saman þangað til að rice crispýið er nánast þakið í súkkulaðinu. Ég set þetta í smjörlíkis smurt hringlaga meðalstórt kökuform með bökunarpappír og í frysti í ca 10-15 mín eða þangað til botninn er orðinn þornaður og harður. Næst þeyti ég rjóman þangað til að hann er orðinn þykkur. Ég nota sætan vegan þeytirjóma frá Alpro. Ef þið viljið hafa rjómann meira sætan er hægt að setja dropa af vanilludropum saman við hann eða smá vanillusykur. Ég sker bananana í sneiðar og raða ofan á botninn þegar hann er tilbúinn úr frystinum. Síðan smyr ég rjómanum ofan á banana sneiðarnar. Fyrir vegan karamelluna notaði ég þessa uppskrift:
Ég helli karamellunni þegar að hún er ekki lengur heit yfir rjómann og leyfi kökunni að fara í kæli í smá tíma, 5-10 mín. Svo er hún tilbúin! |
© 2020 Vegan hjá Láru | laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.