Þetta voru uppáhalds smákökurnar sem að ég bakaði árið 2020.
Innihald:
Aðferð:
Njótið!
- 2 hörfræjaregg (2 msk mulin hörfræ + 6 msk vatn)
- 220 gr sykur
- 1 tsk vanilludropar
- 60 gr hveiti (ég nota glúteinlaust)
- 200 gr kókosmjöl
- 100 gr suðusúkkulaði
- Smá rifinn appelsínubörkur
Aðferð:
- Hita ofninn á 180 gr blástur.
- Hörfræjareggin sett í skál og látin standa í 15 mínútur í kæli.
- Því er síðan hrært með sykrinum í hrærivél.
- Hveitið er sigtað ofan í.
- Súkkulaðið er saxað og börkurinn er rifinn með rifjárni.
- Því er blandað við í hrærivélinni ásamt kókosmjölinu og vanilludropunum.
- Hræra öllu vel saman.
- Best er að láta deigið svo standa í 10 mínútur og síðan er því dreift sem litlar kúlur á plötu með teskeið.
- Kökurnar bakast í 10-12 mínútur.
Njótið!
© 2021 Vegan hjá Láru | laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.