Alltaf góð og létt að veganvæna!
Innihald:
Aðferð:
Njótið!
- 10-12 kartöflur
- 2 msk smjörlíki
- 2 msk af matreiðslu möndlurjóma (t.d. frá Ecomil, fæst í Krónunni - sami og er í sveppasósunni)
- Hvítlaukskrydd
- Salt og pipar
Aðferð:
- Byrja á því að sjóða kartöflurnar. Tekur ca. 30-40 mínútur eða þangað til að það sé hægt að stinga í gegnum þær með gaffli. Ég set smá salt í vatnið þegar ég sýð þær.
- Þegar kartöflurnar eru orðnar soðnar set ég þær undir kalt vatn og kæli þær niður.
- Svo afhýði ég þær allar og set aftur í tóman pottinn. (Líka hægt að afhýða áður en þær eru soðnar ef ykkur finnst það betra).
- Ég bæti svo smjörinu við og byrja að kremja kartöflurnar niður í pottinum þar til að þær byrja að mynda mús, á meðalháum hita.
- Þá bæti ég við möndlurjómanum og krydda.
- Ég hræri í músinni með sleif þar til að lítið er um kekki og þá er hún tilbúin. Mér finnst persónulega gott að hafa smá kartöflukekki.
Njótið!
© 2020 Vegan hjá Láru | laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.