Þessir eru svo ótrúlega góðir, gefa jólabragðið og það er hægt að skreyta þá svo fallega!
Innihald fyrir 6-7 turna:
Kaka:
Trönuberjasulta:
Hjúpur:
|
Aðferð:
- Hita ofninn á 180 gráður blástur.
- Smyrja smjöri í form og klæða með bökunarpappír. Ég notaði hringform sem var 25x25 cm.
- Við byrjum á kökunni og þá blöndum við saman öllum þurrefnunum í hrærivél.
- Í aðra skál hræri ég saman olíunni, sýrópinu, aquafaba, edikinu, dropunum og plöntumjólkinni með písk.
- Svo helli ég úr þeirri skál við þurrefnin í hrærivélinni.
- Hræri vel saman og helli síðan í bökunarformið.
- Kakan er bökuð í 15-20 mínútur. Þegar hún er tilbúin er hún tekin út og látin kælast vel.
- Á meðan geri ég trönuberjasultuna.
- Ég set trönuberin, appelsínusafann, smá rasp af börkinum af ferskri appelsínu, sýrópið og kanilinn saman í pott.
- Hræri saman á meðalháum hita í 8-10 mínútur þar til trönuberin fara að springa.
- Þá krem ég trönuberin með gaffli þar til að þau eru orðin mjúk.
- Þá bæti ég við chiafræjunum og læt malla saman í 3-4 mínútur. Áferðin á að vera smá þykk eins og sulta.
- Svo er sultan sett í kæli.
- Þá ætti kakan að vera orðin köld og hægt að skera út toppana með hringlaga formi.
- Sultunni er smurt á milli tveggja botna og gerðir eru toppar.
- Þá næst er hjúpurinn gerður en þá hitum við plöntumjólkina upp að suðu í potti og hún síðan sett í skál.
- Síðan er súkkulaðinu og sýrópinu bætt við í skálina og brætt saman.
- Ég læt súkkulaðið standa í 2-3 mínútur, þú þykknar það. Því er síðan hellt yfir toppana.
- Ég skreyti toppana með trönuberjum og greni.
Njótið!
© 2020 Vegan hjá Láru | laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.