Ég elska að hafa hvítlauksbrauð með pasta og fleira. Hérna er fljótleg uppskrift!
Innihald:
Ég græja oft hvítlauksbrauð svona þegar að ég hef ekki tíma til að baka frá grunni. En þessi eru ekkert síðri! Ég kaupi þessi frosnu baguette frá Gestus í Krónunni, þau eru vegan. Leyfi þeim að afþíðast. Sker inn í þau til helminga. Ég smyr smjörklípum og smá majónesi inn í baguettið á víð og dreif. Pressa hvítlauksgeirann og dreifi yfir ásamt smá hvítlaukskryddi og salti. Ég set olíu yfir og inn í ofn. Tekur oftast um 10 mín að bakast saman. Muna að gá að brauðinu og taka það út þegar að það er orðið gyllt. Þegar að það er tilbúið tek leyfi ég því að kólna smá og sker síðan í bita/sneiðar. Mjög gott með pasta. Njótið! |
© 2020 Vegan hjá Láru | laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.