Þetta var alltaf uppáhalds rétturinn minn í öllum fermingum. Mjög auðvelt að veganvæna hann, mæli með!
Innihald:
Aðferð: 1. Hita ofninn á 200 gráður og taka rúllutertubrauðið út úr frystinum. 2. Skera sveppina smátt og saxa smátt paprikuna og púrlaukinn. Steikja það saman á pönnu með smá olíu. Krydda með papriku- og hvítlauksdufti. 3. Þegar grænmetið á pönnunni er orðið mjúkt og græja ég pott með majónesinu, rjómaostinum, sveppakraftinum (saxaður) og set 1 msk af olíu. 4. Ég hæri þessu saman í pottinum á meðalháum hita þangað til að sveppakrafturinn hefur bráðnað ásamt rjómaostinum. Þegar að það eru engir kekkir lengur í sósunni bæti ég grænmetinu af pönnunni út í pottinn. |
6. Síðan bæti ég líka við aspasinum ásamt 1 msk af safanum úr aspasdósinni og krydda með smá season all og paprikudufti.
7. Hræri þessu vel saman í pottinum og leyfi að malla í 2-3 mínútur á lágum hita.
8. Svo smyr ég þessari fyllingu inn í rúllubrauðið, passa að smyrja vel yfir allt brauðið- líka út í enda. Ég mæli svo með því að nota plastið sem fylgir með til að rúlla brauðinu saman aftur. Annars getur það rifnað.
9. Svo rúlla ég brauðinu og kem því fyrir á bökunarplötu.
10. Ég smyr síðan 2 msk af majónesi ofan á rúllubrauðið ásamt því að krydda ofan á með smá paprikukryddi.
11. Brauðið fer svo inn í ofn og bakast í 15-20 mínútur. Brauðið er tilbúið þegar að það byrjar að gyllast.
Njótið!
7. Hræri þessu vel saman í pottinum og leyfi að malla í 2-3 mínútur á lágum hita.
8. Svo smyr ég þessari fyllingu inn í rúllubrauðið, passa að smyrja vel yfir allt brauðið- líka út í enda. Ég mæli svo með því að nota plastið sem fylgir með til að rúlla brauðinu saman aftur. Annars getur það rifnað.
9. Svo rúlla ég brauðinu og kem því fyrir á bökunarplötu.
10. Ég smyr síðan 2 msk af majónesi ofan á rúllubrauðið ásamt því að krydda ofan á með smá paprikukryddi.
11. Brauðið fer svo inn í ofn og bakast í 15-20 mínútur. Brauðið er tilbúið þegar að það byrjar að gyllast.
Njótið!
© 2020 Vegan hjá Láru | laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.