Þegar að ég kynntist þessu vegan hakki frá Halsan Kök breyttist mjög mikið hjá mér í matarmálum. Þetta var fyrsta "gervi kjötið" sem að mér fannst sjúklega gott. Margt hefur breytst síðan þá en þetta hakk er ennþá uppáhalds. Mér finnst þetta svo gott hakk í þennan rétt og oft nota ég það líka í pítu. Major key er að krydda vel og smakka til. Þetta er einn fljótasti réttur sem að ég geri fyrir kvöldmat.
Innihald:
- Vegan hakk poki (hakkið frá Anamma er glúteinlaust)
- 1-2 Stórar gulrætur
- 1 Laukur
- 1 Rauð paprika
- 1 Hvítlauksrif
- Hakkaðir tómatar í dós
- Fersk basilíka
- Spagettí (glúteinlaust til frá Jamie Oliver)
- Sólblómafræ (val)
- Oregano
- Paprikukrydd
- Hvítlauksduft
- Salt og pipar
Það er hægt að krydda hakkið að vild með hvaða kryddi sem er. Ég nota oftast alltaf paprikukrydd, oregano, hvítlauskduft og salt og pipar. En stundum á ég líka allskonar önnur krydd með góðum krafti sem ég nota.
Byrja á því að skella spagettíinu í pott og sjóða það þangað til það verður tilbúið.
Síðan byrja ég að skera niður grænmetið sem fer með hakkinu. Það er misjafnt hvað fólk vill mikið af hverju og svo er líka sniðugt að nota það sem er til í ísskápnum. Ef þú átt mikið af gulrætum en bara hálfan lauk verður rétturinn ekkert verri. Ég byrja á því að taka hakkið úr frystinum. Síðan sker ég hvítlaukinn og hita hann á pönnunni með smá olíu. Ég sker niður gulræturnar, laukinn og paprikuna. Steiki á pönnu við léttan hita með olíu og set smá salt og pipar. Ég steiki grænmetið og hvítlaukinn þangað til að það er orðið gyllt og blanda þá hakkinu út á pönnuna. Hér má síðan bæta lófa af sólblómafræjum við fyrir smá auka prótein.
Ég læt þetta malla saman og er dugleg að hræra í því. Síðan er gott að krydda vel og smakka til þegar hakkið er að verða tilbúið. En maður sér það með því að það er orðið ófrosið og smá dökkbrúnt. Ég dassa oftast paprikukryddinu og hvítlauksduftinu bara yfir og smakka til. Passa að krydda samt líka ekki of sterkt.
Byrja á því að skella spagettíinu í pott og sjóða það þangað til það verður tilbúið.
Síðan byrja ég að skera niður grænmetið sem fer með hakkinu. Það er misjafnt hvað fólk vill mikið af hverju og svo er líka sniðugt að nota það sem er til í ísskápnum. Ef þú átt mikið af gulrætum en bara hálfan lauk verður rétturinn ekkert verri. Ég byrja á því að taka hakkið úr frystinum. Síðan sker ég hvítlaukinn og hita hann á pönnunni með smá olíu. Ég sker niður gulræturnar, laukinn og paprikuna. Steiki á pönnu við léttan hita með olíu og set smá salt og pipar. Ég steiki grænmetið og hvítlaukinn þangað til að það er orðið gyllt og blanda þá hakkinu út á pönnuna. Hér má síðan bæta lófa af sólblómafræjum við fyrir smá auka prótein.
Ég læt þetta malla saman og er dugleg að hræra í því. Síðan er gott að krydda vel og smakka til þegar hakkið er að verða tilbúið. En maður sér það með því að það er orðið ófrosið og smá dökkbrúnt. Ég dassa oftast paprikukryddinu og hvítlauksduftinu bara yfir og smakka til. Passa að krydda samt líka ekki of sterkt.
Það er mismunandi hvort að fólk vilji hafa sósuna með hakkinu eða setja hana sér á diskinn. Ef þú vilt gera sósuna sér þá geriru næsta skref í sér potti. En næst opna ég tómatadósina og sker niður ferska basilíku ca hálfan lófa. Ég blanda þessu saman á pönnunni (eða í sér potti) og leyfi þessu ennþá meira að malla á meðal hita. Gott að krydda hér með oregano. Ef tómatarnir voru ekki alveg hakkaðir í dósinni er hægt að setja þá fyrst í blandara.
Þegar spagettíið er tilbúið er hægt að blanda þessu öllu saman á pönnunni eða í eldfast mót.
Það er líka hægt að hafa allt sér. Just the way you like it. Smakka og krydda meira ef þarf.
Mjög góður réttur með hvítlauksbrauði.
Njótið!
© 2020 Vegan hjá Láru | laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.