Þessi er fljótleg og auðveld!
Innihald (kaka):
Innihald (krem):
Aðferð:
Njótið!
- 1 og 1/2 hrörfræjar egg (1,5 msk flax seed meal + 4 og 1/2 msk vatn)
- 1/2 dl ólífu olía
- 1 banani
- 1/2 agave sýróp
- 100 gr kókospálmasykur
- 1/2 tsk salt
- 1 tsk kanill
- 1 dl möndlumjólk
- 150 gr smátt rifnar gulrætur
- 50 gr hafrar
- 1 og 1/2 tsk lyftiduft (gf)
- 50 gr möndlumjöl
- 170 gr hveiti (gf)
Innihald (krem):
- 180 gr vegan rjómaostur (ég nota frá Oatly)
- 45 gr smjörlíki - við stofuhita
- 230 gr flórsykur
- 1 tsk vanilludropar
- 2 tsk sítrónusafi
Aðferð:
- Hita ofninn á 190 gráður blástur.
- Blanda hörfræjar eggið, hræra smá og leyfa að standa í skál í 15 mínútur ósnert í kæli.
- Græja formið, smyrja með smjörlíki og klæða með bökunarpappír. Ég nota 22 x 22 cm form.
- Stappa bananann og bæta við eggið þegar það er tilbúið.
- Síðan bæti ég við ólífu olíu, sýrópinu og blanda vel saman í hrærivél.
- Bæti við það kókospálmasykri, salti, kanil og hræra vel saman.
- Bæta svo við möndlumjólkinni hægt í nokkrum skrefum og hræra vel á meðan.
- Rífa niður gulræturnar og bæta við.
- Síðan er bætt við höfrum, lyftidufti, möndlumjöli, hveitinu og hrært vel saman.
- Þegar deigið er orðið vel hrært og samfellt er því hellt í formið.
- Kakan bakast í 45-50 mín.
- Á meðan græja ég kremið.
- Þá byrja ég fyrst á því að þeyta smjörið og rjómaostinn saman.
- Næst bæti ég við flórsykrinum í nokkrum skrefum og hræri vel saman.
- Svo bæti ég við vanilludropunum og sítrónusafanum.
- Hræri kreminu saman þar til það er orðið mjúkt, gott að smakka til og bæta ef þarf.
- Kremið er borið á kökuna þegar að hún er orðin alveg köld.
- Ég skreyti kökuna með valhnetum og rifnum gulrótum.
Njótið!
© 2020 Vegan hjá Láru | laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.