Ég elska grjónagraut. Búin að bíða spennt yfir því að deila þessari uppskrift með ykkur!
Þú þarft ekki að standa yfir þessum graut. Getur sparað mikinn tíma.
Þú þarft ekki að standa yfir þessum graut. Getur sparað mikinn tíma.
Stilla ofninn á 180 gráður blástur.
Blanda öllu saman í eldfast mót og setja álpappír yfir.
Setja inn í ofn og leyfa þessu að malla í um 90 mínútur.
Gott að taka grautinn þá út, taka álpappírinn af, hræra vel saman í forminu með sleif og smakka til.
Ekki panikka þó að hann virðist þurr við fyrstu sýn. Hrærið hann saman og hellið smá auka mjólk og þá fer hann að blandast vel.
Þegar hann er tilbúinn er gott að strá yfir kanilsykri (kanill+sykur) og setja smá mjólk (soja eða möndlu).
Mér finnst gott að gera ristað brauð með banana og smjöri með!
Njótið!
Blanda öllu saman í eldfast mót og setja álpappír yfir.
Setja inn í ofn og leyfa þessu að malla í um 90 mínútur.
Gott að taka grautinn þá út, taka álpappírinn af, hræra vel saman í forminu með sleif og smakka til.
Ekki panikka þó að hann virðist þurr við fyrstu sýn. Hrærið hann saman og hellið smá auka mjólk og þá fer hann að blandast vel.
Þegar hann er tilbúinn er gott að strá yfir kanilsykri (kanill+sykur) og setja smá mjólk (soja eða möndlu).
Mér finnst gott að gera ristað brauð með banana og smjöri með!
Njótið!
© 2020 Vegan hjá Láru | laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.