Þegar ég geri vegan pizzu finnst mér alls ekki þurfa að nota vegan rifinn ost. Mér finnst vegan rjómaostur betri og alveg nóg að nota hann. Hérna er pizza með fullt af gúrmé grænmeti toppuð með vegan rjómaosti og döðlum.
Innihald:
Ég stilli ofninn á 180 gráður blástur. Ég byrja á því að smyrja pizzusósunni yfir deigið. Svo sker ég kúrbítinn og sveppina í bita og dreifi yfir. Síðan saxa ég papriku, tómat, rauðlauk og basilíku. Ég dreifi því yfir ásamt döðlum og klípum af vegan rjómaosti yfir víð og dreif um deigið. Mér finnst gott að setja alveg mikið af rjómaostinum. Þegar pizzan er tilbúin er gott að toppa hana með smá ólífuolíu og setja salt og pipar. Bökunartíminn á pizzunni getur verið misjafn, oftast í kringum 20 mínútur. Njótið! |
© 2020 Vegan hjá Láru | laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.