Góður og skemmtilegur kvöldmatur!
Uppskriftin er fyrir 4 manns
Innihald (kartöflur):
Aðferð:
Fyrir 4 manns.
Innihald (ídýfa):
Aðferð:
Njótið!
Innihald (kartöflur):
- 5 Stórar kartöflur
- Ólífuolía
- 1 laukur
- 150 gr spínatkál frá Lambhaga
- 200 gr sveppir
- 150 gr vegan rifinn ostur
- 125 gr kirsjuberja tómatar
- Salt og pipar
- Hvítlauksduft
- Grillkrydd
- 2 msk soya sosa
- Vegan fetaostur frá violife (gott með)
Aðferð:
- Hita ofninn á 200 gráður blástur.
- Skola kartöflurnar og setja á bökunarplötu eða í eldfast form. Pennsla þær með olíu, setja smá salt yfir og stinga í þær með gaffli.
- Kartöflurnar eru heil bakaðar í ofni í 60 mínútur þar til að þær eru orðnar mjúkar í gegn.
- Ég tek kartöflurnar út eftir 30 mínútur og sný þeim við í forminu.
- Næst er það að saxa laukinn og skera spínatið.
- Á pönnu set ég svo olíu og byrja að steikja laukinn fyrst, ca. 2-3 mínútur.
- Krydda með smá salti og pipari og síðan bæti ég við spínatkálinu og steiki þar til það er orðið mjúkt.
- Svo set ég þetta í skál til hliðar.
- Því næst steiki ég sveppina upp úr olíu, syoa sósu, smá hvítlauksduft og set salt og pipar. Læt það malla í ca. 5 mínútur og set til hliðar í skálina með spínatkálinu og lauknum.
- Svo sker ég tómatana smátt og set í skálina með vegan ostinum. Blanda þessu vel saman í skálinni.
- Þegar kartöflurnar eru tilbúnar sker ég þær til helminga og pressi aðeins með matskeið í miðjuna á þeim til að gera smá pláss.
- Næst set ég fyllinguna ofan á kartöflu helmingana og toppa með smá olíu.
- Ég krydda ofan á líka með salti, pipari, smá grillkryddi og set kartöfurlar svo aftur inn í ofn í 8-10 mínútur.
- Teknar út eftir þann tíma og leyft að kólna ögn, áður en þær eru bornar fram með krydd ídýfunni.
- Mér finnst gott að vera líka með vegan fetaost.
Fyrir 4 manns.
Innihald (ídýfa):
- 2 dollur af vegan sýrðu rjóma frá Oatly (200 gr)
- 2 tsk steinseljukrydd eða söxuð fersk steinselja
- 2 tsk hvítlauksduft
- Salt og pipar
- 1 tsk rósmarín
- 1 tsk oreganó
- 1 tsk timían
- Safi úr 1/2 sítrónu
- 1 lófi af basil - ferskum laufum
Aðferð:
- Sýrði rjóminn settur í skál
- Hvert kryddið á eftir öðru bætt við og hrært saman jafn óðum.
- Mikilvægt að smakka til að bæta við eitthvað ef þarf.
- Borið fram.
Njótið!
© 2020 Vegan hjá Láru | laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.