Það hefur tekið mig smá tíma að fullkomna þessa aðferð. Mér finnst gott að hafa sætu kartöfluna í heilu lagi sem að tekur meiri tíma en mér finnst það svo gott. Svo er sveppasósan með þessu alveg draumur, njótið!
Uppskrift fyrir 2.
Innihald:
Stilla ofninn á 220 gráður blástur. Flysja af kartöflunni þar sem að þú ætlar að opna hana síðar. Nota gaffal og stinga nokkur göt þar niður og skera smá inn í kartöfluna, dassa olíu yfir og setja smá salt og pipar. Ég set kartöfluna þannig í eldfast mót og beint inn í ofn. Kartaflan er alveg í ofninum í 45-60+ mínútur. Það fer allt eftir því hversu þykk hún er. Stundum er ég rúmar 45 mínútur að baka hana alveg og stundum alveg yfir klukkutíma. Það er gott að gá að henni í ofninum með millibili og prófa að stinga í hana. Þegar að kartaflan er tilbúin á hún að vera það mjúk að það sá hægt að skafa uppúr henni með skeið. Það tekur tíma að baka hana þar sem að við erum að heilbaka hana en það er svo þess virði. Á meðan byrja ég á að græja sveppasósuna og fyllinguna. Ps. Ef þið hafið lítinn tíma er hægt að skera kartöfluna í helminga og setja þannig inn í ofn, þá minnkar bökunartíminn um ca helming. |
Sveppasósa - innihald:
Ég byrja á því að skera sveppina í bita og saxa laukinn frekar smátt. Steikja það í potti sem smá olíu og sojasósu. Ég leyfi því að steikjast og malla í nokkrar mínútur og þá blanda ég matreiðslurjómanum saman við. Því næst saxa ég sveppateningana mjög smátt og bæti við. Það tekur tíma fyrir sveppateningana að leysast alveg upp og blandast við. Ég byrja á að hræra og bæti dass af rauðvíni við ásamt smá pipar. Ég leyfi þessu að malla á lágum hita í um 10-15 mínútur saman og hræri reglulega. Svo byrja ég að smakka til, stundum vantar bara aðeins meira af rauðvíni, pipar eða sojasósu fyrir sterkara bragð og gefa því tíma. Það má líka bæta við 1/4 bút aukalega af sveppakrafti ef ykkur finnst sósan ekki með nægt bragð en ég myndi alls ekki setja meira en það aukalega af krafti.
Ég myndi forðast það að setja salt í sósuna.
Það má alltaf bæta við sósulit, hann er oftast vegan. En mér finnst liturinn á þessari sósu koma samt sem áður frekar vel út.
Til að þykkja sósuna:
Hægt að endurtaka en myndi gefa þessu tíma. Það tekur smá tíma fyrir sósuna að þykkjast.
Því næst fer ég að gera fyllinguna. Ég leyfi sósunni að malla á lágum hita þangað til að kartaflan er til, hún er bara betri þannig.
Í fyllingunni eru paprikan, rauðlaukurinn, kjúklingabaunirnar og döðlur. Paprikan og rauðlaukurinn eru skorin smátt og sett á pönnu með smá olíu og salt og pipar. Ég byrja á því að steikja það og bæti síðan við kjúklingabaununum og döðlunum. Ef döðlurnar eru fyrirfram saxaðar eru þær settar bara þannig á pönnuna. Ef þær eru ferskar saxa ég þær fyrst niður.
Þessu öllu er blandað saman á pönnu og steikt þangað til það byrjar að verða mjúkt og gyllt.
Þegar kartaflan er tilbúin úr ofninum er skafað innan úr henni með skeið og sett í skál. Fyllingin á pönnunni er blandað við innihaldið úr kartöflunni og hrært saman. Það myndast svona ákveðið mauk úr þessu við það að hræra þetta saman og síðan er fyllingin aftur sett inn í kartöfluna. Aftur inn í ofn í ca 5-10 mín með fyllingunni til að leyfa því að hitna saman. Mér finnst gott að setja olíu og smá auka salt og pipar yfir áður en ég set hana í annað skiptið inn í ofn. Ég kíki nokkrum sinnum á hana en þegar að fyllingin er byrjuð að brúna er hún tilbúin. Oftast eru það 10 mínútur.
Á meðan græja ég rúcóla salat og blanda því með sjávarsalti og smá ólífuolíu.
Þegar að kartaflan er að lokum tilbúin úr ofninum toppa ég hana með sveppasósunni og set rucola yfir.
Alltaf hægt að bæta við salti og pipar.
Guðdómlega gott!
- 4-5 Stórir sveppir
- 1/4 Laukur
- 2-3 tsk Sojasósa
- 2 brúsar af Möndlu matreiðslurjóma frá t.d. Ecomil (Fæst í Krónunni)
- 1 og 1/2 Sveppateningu frá Knorr
- Dass af rauðvíni
- Smá pipar
- Smá olía
Ég byrja á því að skera sveppina í bita og saxa laukinn frekar smátt. Steikja það í potti sem smá olíu og sojasósu. Ég leyfi því að steikjast og malla í nokkrar mínútur og þá blanda ég matreiðslurjómanum saman við. Því næst saxa ég sveppateningana mjög smátt og bæti við. Það tekur tíma fyrir sveppateningana að leysast alveg upp og blandast við. Ég byrja á að hræra og bæti dass af rauðvíni við ásamt smá pipar. Ég leyfi þessu að malla á lágum hita í um 10-15 mínútur saman og hræri reglulega. Svo byrja ég að smakka til, stundum vantar bara aðeins meira af rauðvíni, pipar eða sojasósu fyrir sterkara bragð og gefa því tíma. Það má líka bæta við 1/4 bút aukalega af sveppakrafti ef ykkur finnst sósan ekki með nægt bragð en ég myndi alls ekki setja meira en það aukalega af krafti.
Ég myndi forðast það að setja salt í sósuna.
Það má alltaf bæta við sósulit, hann er oftast vegan. En mér finnst liturinn á þessari sósu koma samt sem áður frekar vel út.
Til að þykkja sósuna:
- 1-2 msk hveiti
- Smá vatn á móti
Hægt að endurtaka en myndi gefa þessu tíma. Það tekur smá tíma fyrir sósuna að þykkjast.
Því næst fer ég að gera fyllinguna. Ég leyfi sósunni að malla á lágum hita þangað til að kartaflan er til, hún er bara betri þannig.
Í fyllingunni eru paprikan, rauðlaukurinn, kjúklingabaunirnar og döðlur. Paprikan og rauðlaukurinn eru skorin smátt og sett á pönnu með smá olíu og salt og pipar. Ég byrja á því að steikja það og bæti síðan við kjúklingabaununum og döðlunum. Ef döðlurnar eru fyrirfram saxaðar eru þær settar bara þannig á pönnuna. Ef þær eru ferskar saxa ég þær fyrst niður.
Þessu öllu er blandað saman á pönnu og steikt þangað til það byrjar að verða mjúkt og gyllt.
Þegar kartaflan er tilbúin úr ofninum er skafað innan úr henni með skeið og sett í skál. Fyllingin á pönnunni er blandað við innihaldið úr kartöflunni og hrært saman. Það myndast svona ákveðið mauk úr þessu við það að hræra þetta saman og síðan er fyllingin aftur sett inn í kartöfluna. Aftur inn í ofn í ca 5-10 mín með fyllingunni til að leyfa því að hitna saman. Mér finnst gott að setja olíu og smá auka salt og pipar yfir áður en ég set hana í annað skiptið inn í ofn. Ég kíki nokkrum sinnum á hana en þegar að fyllingin er byrjuð að brúna er hún tilbúin. Oftast eru það 10 mínútur.
Á meðan græja ég rúcóla salat og blanda því með sjávarsalti og smá ólífuolíu.
Þegar að kartaflan er að lokum tilbúin úr ofninum toppa ég hana með sveppasósunni og set rucola yfir.
Alltaf hægt að bæta við salti og pipar.
Guðdómlega gott!
© 2020 Vegan hjá Láru | laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.