Þessi súpa er svo góð á veturna, þegar að manni vantar kraft og hita en líka bara alltaf.
Ég nefni þessa súpu eftir systur minni Helgu Dís sem gerir hana reglulega fyrir okkur vegan systurnar.
Ég mæli mjög með því að henda í þessa súpu ef að þú ert að fá fólk t.d. í matarboð sem borðar vegan og þú ert ekki vanur að elda vegan mat. Rosalega auðveld og matarmikil.
Ég nefni þessa súpu eftir systur minni Helgu Dís sem gerir hana reglulega fyrir okkur vegan systurnar.
Ég mæli mjög með því að henda í þessa súpu ef að þú ert að fá fólk t.d. í matarboð sem borðar vegan og þú ert ekki vanur að elda vegan mat. Rosalega auðveld og matarmikil.
Innihald fyrir sirka 4 manns:
|
Þetta hljómar smá eins og að þetta sé mjög flókið, en það er það alls ekki. Ég mæli með að nota flest grænmeti sem að þú átt í ísskápnum en ef ég er að kaupa allt í súpuna nota ég þetta. Alltaf hægt að bæta við eða sleppa.
Ég byrja á því að setja kókosolíuna, curry pasteið, mango chutney, tómatpúrruna, púrrlaukinn, hvítlaukinn og rauðlaukinn saman í stóran pott og leyfi því að malla í 2 mínútur með ólífuolíu. Næst sker ég allt grænmetið í bita og skelli því ofan í pottinn. Ég set vatnið út í og síðan helli ég kókosmjólkinni rólega út í og hræri í á meðan. Því næst sker ég grænmetisteninginn í smátt og set út í ásamt kryddunum.
Þegar allt er komið í pottinn skaltu láta súpuna malla í 15-30 mínútur á meðalhita. Hún byrjar á því að vera smá bleik en um leið og allt byrjar að soðna saman verður hún dauf appelsínugul. Stundum leyfi ég þessari súpu að malla alveg í um klukkutíma á lágum hita. Þessi súpa er líka rosalega góð daginn eftir að maður gerir hana. Maður hitar hana bara upp í smá tíma og hún er alveg svakalega góð á bragðið.
Það er misjafnt hvað fólk vill hafa svona súpur sterkar eða væmnar svo ég mæli með að smakka hana vel til og krydda hana þá bara aðeins meira eða minna.
Ég ber þessa súpu fram með brauði, vegan smjöri og salti til að setja á brauðið, það er alveg gúrmé!
Njótið!
© 2020 Vegan hjá Láru | laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.