Ég elska fahítas. Þessi uppskrift og samsetning er með áhrifum frá Mexíkó.
Alvöru tex mex stemming, namm!
Alvöru tex mex stemming, namm!
(Fyrir ca 3-4 manns)
Innihald:
Muna að taka hakkið úr frysti fyrst. Þá byrja ég á því að blanda saman í guacamóleið en uppskriftin af því er hér. Set það síðan í kæli á meðan ég græja hitt. Því næst byrja ég á því að steikja grænmetið saman. Ég sker kúrbítinn, rauðlaukinn, vorlaukinn, paprikuna, hvítlauksrifið og blanda því saman á pönnu með olíu, passa að krydda með salti og pipar. Steiki þar til að grænmetið er orðið gyllt og þá skelli ég því í eldfast mót og hendi inn í ofn á lágan hita til að halda því heitu á meðan ég græja hakkið. Það er hægt að nota hvaða grænmeti sem er í fyllinguna. |
Þá tek ég hakkið og set á pönnu. Ég steiki það uppúr olíu og set hvaða krydd sem er ásamt salt og pipar. Mér finnst oft gott að nota eitthvað "kjöt krydd" sem er með smá svona season-all feelingi. Muna bara að skoða innihaldið, stundum er settur ostur í krydd.
Ég steiki hakkið þar til það er orðið brúnna og tilbúið, ca 7-10 mín.
Þá set ég klettakálið í sér skál og blanda því með smá sítrónusafa og salti.
Þegar allt þetta er tilbúið raða ég í fahítasið.
Ég set guacamóle, hakk og grænmetið fyrst. Síðan salsasósu, sýrðan rjóma, klettakál og snakk.
Ég toppa þetta síðan með sriracha mayo sauce.
Tips: Ef þið eruð mjög svöng og viljið meiri fyllingu í fahítasið er gott að bæta við hrísgrjónum.
Njótið!
Ég steiki hakkið þar til það er orðið brúnna og tilbúið, ca 7-10 mín.
Þá set ég klettakálið í sér skál og blanda því með smá sítrónusafa og salti.
Þegar allt þetta er tilbúið raða ég í fahítasið.
Ég set guacamóle, hakk og grænmetið fyrst. Síðan salsasósu, sýrðan rjóma, klettakál og snakk.
Ég toppa þetta síðan með sriracha mayo sauce.
Tips: Ef þið eruð mjög svöng og viljið meiri fyllingu í fahítasið er gott að bæta við hrísgrjónum.
Njótið!