Þessi uppskrift er það fyrsta sem að ég fiffaði saman og bakaði sem var vegan. Ég var mikil pítsusnúða kona og þar sem að ég er ekkert að deyja yfir vegan osti langaði mig að búa til snúða sem væru betri en þeir. Ég elska þessa snúða.
Þeir eru svo auðveldir og geta tekið svo stuttan tíma ef maður gerir ekki deigið frá grunni.
Þeir eru svo auðveldir og geta tekið svo stuttan tíma ef maður gerir ekki deigið frá grunni.
Í þessa uppskrift er hægt að nota hvaða vegan deig sem er. Mér finnst þæginlegt að kaupa pizzudeig tilbúið sem er rúllað upp. Ég hef verið að kaupa bæði tilbúið deig í Krónunni og Hagkaup. Oftast í þessum tilbúnu pizzadeigum er mjög ítarleg lýsing aftan á og þá sér maður strax ef það er vegan. Ég mæli með að kaupa stórt deig, ss. þá xL eða xxL fyrir þessa stærð af fyllingu, annars er líka alltaf hægt að gera minna af fyllingunni og vera þá með minna deig. Ég hef stundum gert deig frá grunni og þá googla ég bara vegan pizzadeig og geri þá uppskrift sem mér lýst vel á.
Ég byrja á því að saxa sólþurrkuðu tómatana, döðlurnar (eða kaupa saxaðar) og ólífurnar. Því meira sem þú nennir að saxa því betra. Mælieiningarnar hér að ofan eru að mestu til að miða við en þessa fyllingu má alveg dassa í og nota meira af því sem að manni finnst gott og minna af öðru.
Ég set þetta þrennt saman í skál og blanda með hálfri dollu af aioli og heilli öskju af vegan rjómaosti. Mér finnst oatly (ljósblái) rjómaosturinn virka lang best í bakstur sem fer inn í ofn svo ég mæli með honum. Og þá er fyllingin tilbúin.
Því næst smyr ég fyllinguna yfir allt deigið. Gott er að reyna að hafa jafnt lag yfir allt deigið. Því næst rúlla ég deiginu og sker í snúða. Mér finnst gott að skera í snúða sem eru ekki of þunnir. Raða á plötu, pennsla smá olíu yfir og inn í ofn. Ég stilli ofninn á 180 gráður og blástur. Ég baka snúðana þangað til að þeir eru orðnir gylltir og flottir, ca. 10 mínútur.
Njótið!
© 2020 Vegan hjá Láru | laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.