Alltaf jafn ljúffengt! - Uppskriftin gefur ca. 50 litla bita.
ath. vegan rice crispýs fæst nefnilega því miður ekki lengur á Íslandi svo ég hef verið að nota kínóa puffs sem fæst í nettó
eða annað kornflex, það er alveg jafn ljúffengt og gott!
ath. vegan rice crispýs fæst nefnilega því miður ekki lengur á Íslandi svo ég hef verið að nota kínóa puffs sem fæst í nettó
eða annað kornflex, það er alveg jafn ljúffengt og gott!
Innihald:
Aðferð: Byrja á því að saxa döðlurnar smátt og setja í pott með smjörlíkinu. Bæta síðan púðursykrinum við og hræra vel saman á meðalháum hita þangað til að döðlurnar eru orðnar mjúkar. Því næst bæti ég lakkrískurlinu og sjávarsaltinu saman við. Ég blanda svo kínóa puffs/kornflexi við í 3 skömmtum og hræri vel saman inn á milli. Þegar þetta er orðið vel blandað saman, græja ég bökunarplötu/form með bökunarpappír og flet út. Passa að halda góðri þykkt á gottinu. Set inn í frysti í 10 mínútur og á meðan bræði ég suðusúkkulaðið yfir vatnsbaði. Eftir 10 mínúturnar smyr ég súkkulaðinu ofan á og set aftur inn í frysti í 30 mínútur. Á meðan bræði ég hvíta súkkulaðið. Þegar gottið er tilbúið aftur úr frystinum skreyti ég með hvíta súkkulaðinu ofan á og set síðan gottið aftur í frysti í 10 mínútur til að leyfa hvíta súkkulaðinu að harna vel. Eftir þessar 10 mínútur tek ég gottið úr frysti og sker í teninga. Ég mæli með því að geyma gottið í frysti eða kæli. Njótið! |
© 2020 Vegan hjá Láru | laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.