Við áttum svo mikið að gúrmé nýjum íslenskum bláberjum svo mig langaði að gera einhverja böku.
Þessi fór alveg fram úr öllum væntingum - alveg tryllt!
Þessi fór alveg fram úr öllum væntingum - alveg tryllt!
Innihald (kaka):
Innihald (fylling):
Aðferð:
Njótið!
- 150 gr grófir hafrar (gf)
- 150 gr möndlumjöl
- 1 og 1/2 tsk lyftiduft (gf)
- 1/2 tsk kanill
- Klípa af salti
- 150 gr smjörlíki
- 0,75 dl agave sýróp
Innihald (fylling):
- 450 gr bláber
- 2 msk agave sýróp
- 1 msk sítrónusafi
- 2 msk maís sterkja
- 2 msk vatn
Aðferð:
- Ofninn hitaður á 180 gráður blástur og formið smurt með smjörlíki og klætt með smjörpappír. Ég nota 22 x 22 cm form.
- Hafrar, möndlumjöl, lyftiduft, kanill og salt sett saman í skál.
- Síðan er mjúku smjöri og agave sýrópi bætt við og hrært saman.
- Gott er að hræra þessu saman með hnoðara á hrærivél eða með höndunum.
- Legg deigið til hliðar og byrja að undirbúa fyllinguna.
- Bláberin, agave sýrópinu og sítrónusafanum komið fyrir á volgri pönnu og eldað saman á meðalháum hita í 5 mínútur.
- Gott err að nota gaffal til að kremja bláberin og muna að hræra vel svo fyllingin festist ekki við pönnuna.
- Í litla skál set ég maíssterkjuna saman við 2 msk af vatni og blanda vel saman.
- Því er síðan hellt út á bláberja fyllinguna og blandað vel saman.
- Þegar fyllingin er orðin vel blönduð saman og slétt er hún sett til hliðar.
- Byrja á því að setja 2/3 af deiginu í smurt formið en best að nota fingurnar til að pressa það vel á botninn í jafnt lag.
- Þá er bláberja fyllingunni hellt í formið á botninn.
- Síðan er restinni eða 1/3 af deiginu dreift jafnt yfir fyllinguna.
- Bakan er bökuð í 25 mín.
- MIKILVÆGT er að kæla bökuna roslega vel, jafnvel í sólarhring inni í ísskáp áður en hún er borin fram. Fyllingin þykknar og þéttist við kælingu og þá helst bakan betur saman.
- Það er ótrúlega gott að bera bökuna fram með vegan vanillu ís, karamellu og bláberjum!
Njótið!
© 2020 Vegan hjá Láru | laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.