Þetta brauð er svo ótrúlega gott með kaffinu á sunnudögum, og bara alltaf!
Innihald:
Aðferð:
Njótið!
- 1 hrörfræjar egg (2 msk flax seed meal duft (keypti í nettó, mulin hrörfræ) + 2,5 msk vatn)
- 3 bananar
- 2 msk möndlusmjör
- 1 dl ólífu olía
- 1 dl kókospálmasykur
- 1/2 dl agave sýróp
- 1/2 tsk salt
- 1 dl möndlumjólk
- 1 tsk vínsteinslyftiduft
- 200 gr möndlumjöl
- 200 gr hveiti (glúteinlaust)
- 100 gr hafar (glúteinlausir)
- 50 gr valhnetur + í skraut
- 100 gr döðlur
Aðferð:
- Stilla ofninn á 180 gráður blástur.
- Undirbúa formið með því að smyrja með smjörlíki og klæða með bökunarpappír.
- Byrja á því að gera eggið með því að setja hrörfræjar duftið og vatn saman í botninn á skál. Hræra smá saman og láta síðan standa í 5 mínútur ósnert.
- Á meðan krem ég bananana og þegar eggið er tilbúið bæti ég þeim við í skálina og byrja að hræra því saman á lágum hraða.
- Svo bæti ég við möndlusmjöri, olíunni, kókóspálmasykrinum, agave sýrópinu, saltinu ofan í skálina og hræri vel saman.
- Næst er möndlumjólkinni bætt við.
- Síðan er lyftiduftinu bætt við og möndlumjölið sett líka ofan í hægt og rólega í nokkrum skrefum.
- Hveitið er síðan næst líka sett ofan í hægt og rólega.
- Höfrunum bætt við og hrært vel saman.
- Næst saxa ég döðlurnar og valhneturnar og bæti við.
- Þegar deigið er orðið vel hrært og tilbúið - set ég það ofan í formið.
- Ég skreyti brauðið með því að setja skornar valhnetur á toppinn.
- Ég baka brauðið í 50-60 mínútur.
Njótið!
© 2020 Vegan hjá Láru | laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.