Tilvalið í hádeginu og tekur enga stund!
Þegar að þið eruð að kaupa pestó myndi ég skoða vel innihaldið ef að þið eruð ekki að kaupa pestó merkt vegan. Það er mjög oft permesan og fleira í pestóum sem ekki eru vegan.
Þegar að þið eruð að kaupa pestó myndi ég skoða vel innihaldið ef að þið eruð ekki að kaupa pestó merkt vegan. Það er mjög oft permesan og fleira í pestóum sem ekki eru vegan.
Ef mig langar að hafa þetta smá fancy kaupi ég súrdeigs- eða einhversskonar gúrmé brauð í bakaríi sem að mér finnst gott. Brauðin í bakaríunum hjá Jóa Fel, Bakarameistaranum og Brauð&co eru flest öll vegan. Annars elska ég lágkolvetna brauðið frá Gæðabakstri sem fæst í öllum helstu matvöruverslunum. Ég byrja á því að rista brauðið. Síðan næst fer ég í það að skera tómatinn í sneiðar. Ég smyr brauðið með pestóinu og set tómatsneiðarnar yfir. Síðan sker ég paprikuna og rauðlaukinn í sneiðar eða saxa, virkar bæði og set yfir. Síðan krem ég úr avocadoinu í skál, saxa steinseljuna og kreisti yfir sítrónu. Blanda því vel saman og set smá salt og pipar. Mér finnst alveg must að hafa safann úr sítrónunni með avocadóinu en ef þið sleppið steinseljunni er hægt að setja avocadoið beint á brauðið og kreista úr sítrónunni yfir. Þegar avocadoið er komið á brauðið og toppa ég það með ólífuolíu og set meira af salti og pipari. Fljótlegt og bragðgott, njótið! |
© 2020 Vegan hjá Láru | laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.