Velkomin!Það að vera vegan og að borða vegan mat opnaði mjög margar dyr hjá mér og þá sérstaklega þær sem að leyfa manni að upplifa mat á nýjan og betri hátt. Það að vera vegan er engin afmörkun og finnst mér það vera einna helstu fordómarnir. Ég get borðað allt sem að mig langar í og eftir að ég valdi þennan lífstíl hef ég aldrei smakkað jafn bragðgóðan, fjölbreyttan og hollan mat. Einnig eru flestar nýjustu uppskriftirnar líka fyrir þá sem kjósa að borða ekki glútein!
Mér hefur aldrei liðið jafn vel og mig langar að deila því með ykkur. Vegan matur þarf ekki að taka mikinn tíma og hann þarf ekki að vera flókinn. Mig langar að matarbloggið mitt sé með mörgum fljótlegum og auðveldum uppskriftum fyrir alla. Vonandi tekst mér það. Njótið, Lára Lind |
- Instagram - @veganhjalaru-
Tölvupóstur: laralindj@gmail.com
© 2020 Vegan hjá Láru | laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.